Fréttapistill | 28. nóv. 2023

Þúsundasti rampurinn

Þúsund rampar hafa nú verið reistir víða um land í verkefninu Römpum upp Ísland. Sá þúsundasti var vígður á dögunum við Hitt Húsið, miðstöð ungs fólks í Reykjavík. Það var gleðilegt að fagna þeim áfanga í gær með ungu fólki sem nýtir sér starf Hins hússins og fá að heyra sjónarmið þeirra um aðgengismál. Við þurfum stöðugt að vera vakandi yfir því að samfélag okkar sé öllum opið og aðgengilegt en stundum hættir okkur til að samlagast svo umhverfinu að við sjáum ekki hvar væri augljóslega hægt að gera betur. Römpum upp Ísland hefur opnað augu okkar margra fyrir bættu aðgengi og sannarlega getum við enn gert betur í þeim efnum.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 28. nóvember 2023.

  • Ásamt hópi ungmenna sem nýta sér starfsemi Hins hússins, þar sem þúsundasti rampurinn var vígður á dögunum. Ljósmynd: Róbert Reynisson
  • Haraldur Þorleifsson frumkvöðull og Þorleifur Gunnlaugsson framkvæmdastjóri verkefnisins Römpum upp Ísland, fagna vígslu þúsundasta rampsins ásamt ungmennum frá Hinu húsinu og fleirum. Ljósmynd: Róbert Reynisson
  • Vilhjálmur Hauksson ávarpar samkomu í tilefni af byggingu þúsundasta rampsins við Hitt húsið, miðstöð ungs fólks í Reykjavík. Ljósmynd: Róbert Reynisson
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar