• Forseti ásamt hópi ungmenna frá Hinu húsinu. Ljósmynd: Róbert Reynisson
  • Forseti ávarpar viðburð vegna þúsundasta rampsins. Ljósmynd: Róbert Reynisson
  • Haraldur Þorleifsson frumkvöðull og Þorleifur Gunnlaugsson framkvæmdastjóri verkefnisins Römpum upp Ísland, fagna vígslu þúsundasta rampsins ásamt ungmennum frá Hinu húsinu og fleirum. Ljósmynd: Róbert Reynisson
  • Vilhjálmur Hauksson ávarpar samkomu í tilefni af byggingu þúsundasta rampsins. Ljósmynd: Róbert Reynisson
Fréttir | 27. nóv. 2023

Þúsund rampar

Forseti flytur ávarp og tekur þátt í viðburði þar sem fagnað er gerð þúsund rampa í verkefninu Römpum upp Ísland, ári á undan upphaflegri áætlun. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi.

Þúsundasti rampurinn var byggður við húsnæði Hins hússins, miðstöð ungs fólks við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal í Reykjavík. Viðburðurinn var því haldinn í samstarfi við Hitt húsið og meðal gesta var hópur ungmenna sem býr við skerta hreyfigetu og greindu fulltrúar þeirra frá sinni reynslu í aðgengismálum.

Haraldur Þorleifsson stendur fyrir verkefninu Römpum upp Ísland, sem er framhald af átakinu Römpum upp Reykjavík, en forseti er verndari þess. Stofnfé sjóðsins eru framlög einstaklinga, fyrirtækja og stofnana. Markmið verkefnisins er nú að 1.500 rampar verði reistir fyrir 11. mars 2025.

Sjá pistil forseta: Þúsundasti rampurinn

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar