Fréttapistill | 17. júní 2022

Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Megi dagurinn verða okkur öllum til gæfu og gleði. Vissulega blæs ekki byrlega á okkur öll. Viðvaranir um vont veður eru í gildi um landið sunnanvert, enn er nokkuð um farsóttarsmit. Við lifum í harðbýlu landi en samheldni, seigla og skynsemi hefur fleytt okkur langt. Við njótum sjálfstæðis og sóknarfæra, framfara og frelsis. Það er ekki sjálfgefið í þessum heimi eins og innrás Rússlandshers í Úkraínu sýnir svo skelfilega nú um stundir. Metum þau verðmæti sem við njótum hér á landi. Undanfarið hef ég farið víða, fræðst um sóknarfæri og kynnst kröftugu mannlífi. Ég þakka gestgjöfum um land allt velvild þeirra og hlýhug.

Í dag verður líf og fjör víða um land og á morgun, laugardag, bjóðum við Eliza til opins húss á Bessastöðum, milli klukkan 13 og 16. Verið öll velkomin og aftur til hamingju með daginn!

Birtist fyrst á Facebook-síðu forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar