Fréttir | 08. maí 2024

Hatursorðræða

Forseti tekur á móti norskum og finnskum ungmennum sem vinna að stofnun norræns vettvangs til að sporna gegn hatursorðræðu. Þau eru hér á landi á vegum Heimilis og skóla, hafa áður hist í Finnlandi og er stefnt að næsta fundi í Útey í Noregi síðsumars. Forseti ræddi við gestina um verðugt verkefni þeirra, tjáningarfrelsi og vanda þess og vegsemd að lifa í frjálsu lýðræðissamfélagi þar sem frelsi frekar en helsi þarf að ríkja.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar