Fréttir | 07. maí 2024

Singapúr

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Singapúrs, Ng Teck Hean, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um farsæl samskipti ríkjanna og framtíðaráform, ekki síst á sviði nýsköpunar. Þá var rætt um sameiginlega hagsmuni og gildi, meðal annars í loftslagsmálum en Singapúrar hafa lagt til hliðar fúlgur fjár til að mæta þeirri ógn sem hækkandi sjávarstaða skapar í borgríki þeirra. Loks var rætt um áhuga þeirra á málefnum norðurslóða og ráðstefnuna Hringborð norðurslóða. Þann viðburð hafa fulltrúar frá Singapúr gjarnan sótt.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar