Fréttir | 07. maí 2024

Alsír

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Alsírs, Seddik Saoudi, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samstarf Íslands og Alsírs á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og stuðning Alsírsbúa við framboð Íslands til mannréttindaráðs samtakanna. Einnig var rætt um ástand og horfur í Alsír og grannríkjum ríkisins, aukna gasframleiðslu þar og sölu til Evrópu. Þá var rætt um áhuga á loftferða- og tvísköttunarsamningum Íslands og Alsírs.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar