• Ljósmynd/Sundsamband Íslands
Fréttir | 14. apr. 2024

Ásgeirsbikarinn

Forseti afhendir Ásgeirsbikarinn. Bikarinn er nefndur eftir Ásgeiri Ásgeirssyni, forseta Íslands 1952-1968 og sundgarpi sem sótti gömlu laugarnar í Laugardal reglulega í sinni forsetatíð. Bikarinn er veittur árlega fyrir besta afrek á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug á vegum Sundsambands Íslands, samkvæmt stigatöflu FINA. Anton Sveinn McKee úr Sundfélagi Hafnarfjarðar fékk Ásgeirsbikarinn að þessu sinni.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar