• Ljósmynd/Kristinn Magnússon
  • Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Fréttir | 23. feb. 2024

Þýðingaverðlaunin

Forseti afhendir Íslensku þýðingaverðlaunin og flytur ávarp við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Jón Erlendsson hlaut verðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á Paradísarmissi eftir John Milton. Mál og menning gaf verkið út.

Bandalag þýðenda og túlka veitir verðlaunin í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Í dómnefnd sátu Elísabet Gunnarsdóttir, Guðrún H. Tulinius formaður og Þórður Helgason og voru sex aðrir þýðendur tilnefndir:

Áslaug Agnarsdóttir fyrir þýðingu sína á Gráum býflugum eftir Andrej Kúrkov.
Hallur Páll Jónsson fyrir þýðingu sína á Mæðrum og sonum eftir Theodor Kallifatides.
Heimir Pálsson fyrir þýðingu sína á Lokasuðunni eftir Torgny Lindgren.
Gyrðir Elíasson fyrir þýðingu sína á Grafreitnum í Barnes eftir Gabriel Josipovici.
Pálína S. Sigurðardóttir fyrir þýðingu sína á Andkristi eftir Friedrich Nietzsche.
Uggi Jónsson fyrir þýðingu sína á Orðabók hinna týndu orða eftir Pip Williams.

Ávarp forseta við afhendingu Íslensku þýðingaverðlaunanna.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar