Fréttir
|
05. des. 2016
UMFÍ - Dagur sjálfboðaliða
Forseti tekur á móti fulltrúum Ungmennafélags Íslands á alþjóðadegi sjálfboðaliða. Í ávarpi til gesta sinna minnti forseti á mikilvægi ungmennafélaganna í sögu og samtíð, með ræktun lýðs og lands að leiðarljósi. Einnig fjallaði forsetu um æskulýðs- og íþróttastarf þar sem áhersla skuli jöfnum höndum lögð á keppnisanda og nauðsyn þess að allir fái að taka þátt og njóta heilbrigðrar hreyfingar.