• Ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson.
  • Ljósmyndir: Þorkell Þorkelsson.
Fréttir | 17. nóv. 2023

Blóðbankinn 70 ára

Forseti flytur ávarp á 70 ára afmælismálþingi Blóðbankans. Blóðbankinn tók formlega til starfa í eigin húsnæði við Barónsstíg í Reykjavík hinn 14. nóvember 1953. Í tilefni 70 ára afmælisins í ár var efnt til ráðstefnuraðar með þremur málþingum þar sem fyrst var horft til fortíðar, þá nútíðar og loks til framtíðar. Auk forseta ávörpuðu lokamálþingið í dag þeir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Davíð Stefán Guðmundsson, formaður Blóðgjafafélags Íslands, meðal annarra. Sérstakur gestafyrirlesari var vísindamðurinn dr. John F. Tis­dale frá banda­rísku heil­brigðismála­stofn­un­inni. Um 6.000 virkir blóðgjafa eru á Íslandi um þess­ar mund­ir, 4.000 karl­menn og 2.000 kon­ur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar