• Ljósmyndir: Embætti forseta Íslands
  • Ljósmyndir: Embætti forseta Íslands
  • Ljósmyndir: Embætti forseta Íslands
  • Ljósmyndir: Embætti forseta Íslands
  • Ljósmyndir: Embætti forseta Íslands
  • Ljósmyndir: Embætti forseta Íslands
Fréttir | 09. nóv. 2023

Vindhani á Bessastaðakirkju

Viðgerð er nú lokið á turni Bessastaðakirkju sem felst í að á hann er settur nýr vindhani líkur þeim sem þar var áður. Í ár eru liðin 200 ár frá því að byggingu kirkjuturnins lauk og var þá settur á hann vindhani með merki Danakonungs. Nokkrum árum eftir stofnun lýðveldisins var vindhaninn fjarlægður og settur kross í hans stað en árið 1998 var krossinn tekinn niður vegna þess að til stóð að setja þar vindhana sem nú er loksins kominn á sinn stað, þó án kórónu Danakonungs. Auk þess að sýna úr hvaða átt vindur blæs hefur vindhani sérstakt gildi í kristinni trú. Þar er haninn tákn árvekni og skyldurækni og minnir auk þess á það þegar Pétur postuli afneitaði Jesú þrisvar en þá gól þar hani. A nýja vindhananum er útskorið byggingarár kirkjunnar, 1823, sem vísar til þess að þá lauk byggingu turnsins þó að kirkjan hafi reyndar verið vígð og tekin í notkun nokkru fyrr eða árið 1796.

Pistill forseta: Nýr vindhani

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar