• Forseti ræðir við nemendur í 9. bekk Sæmundarskóla í lífsleiknitíma.
  • Nemendur heilsa forseta við komu í skólann.
  • Rætt við nemendur úr 9. bekk um leiðir til að sniðganga vímuefni.
  • Forseti tekur þátt í íþróttatíma í Sæmundarskóla.
  • Með hressum krökkum í íþróttasal Sæmundarskóla.
  • Heilsað upp á yngri nemendur.
  • Róleg stund með börnum í Sæmundarskóla.
  • Forseti í örstuttu viðtali hjá fulltrúum nemendafélags Sæmundarskóla.
  • Forseti kveður gestgjafa í Sæmundarskóla, þær Matthildi Hannesdóttur og Huldu Proppé.
Fréttir | 04. okt. 2023

Forvarnardagur í Sæmundarskóla

Forseti heimsækir Sæmundarskóla í Reykjavík í tilefni Forvarnardagsins 2023. Í skólanum átti forseti samtal við nemendur úr 9. bekk um forvarnir og sat fyrir svörum um heilbrigðan lífsstíl, íþróttir og sitthvað fleira. Forseti snæddi svo hádegisverð með fulltrúum nemendafélags skólans og skoðaði bygginguna í fylgd þeirra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar