• Ljósmynd/Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Fréttir | 17. júlí 2023

Björgunarsveitin Þorbjörn

Forseti heimsækir bækistöðvar björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Forseti hitti þar Boga Adolfsson, formann sveitarinnar, og aðra liðsmenn hennar auk Fannars Jónassonar bæjarstjóra sem sinnt hafa almannaþjónustu eftir að gos hófst við Litla-Hrút. Forseti þakkaði björgunarsveitarfólki og öðrum fyrir þeirra drjúga starfa. Þá var rætt um framtíðarhorfur á þessum slóðum, mögulegar leiðir til að tryggja að fólk geti virt eldsumbrotin fyrir sér og þá hættu sem getur skapast ef hamfarirnar færast í aukana.

Pistill forseta um heimsóknina til Grindavíkur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar