• Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
  • Ljósmynd/Birgir Ísleifur Gunnarsson
Fréttir | 17. nóv. 2022

Íslendingasögur

Forseti flytur ávarp við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík. Þar voru 550 eintök af heildarútgáfu Íslendingasagnanna formlega afhent menningar- og viðskiptaráðherra. Þeim verður síðan dreift til bókasafna, skóla, heilbrigðisstofnana og annarra staða um landið allt. Saga forlag gefur verkið út og naut það atbeina fjölmargra stórfyrirtækja og samtaka. Í máli sínu minnti forseti á mikilvægi þess að miðla sagnaarfi Íslendinga til nýrra kynslóða á fjölbreytta vegu, tengja fortíð við samtíma og láta ferska vinda blása um þessi miklu þjóðarverðmæti, merkasta framlag Íslands til heimsmenningarinnar. Meðal viðstaddra voru Vigdís Finnbogadóttir, Lilja Alfreðsdóttir ráðherra, Jóhann Sigurðsson, framkvæmdastjóri Saga forlags, Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður og fulltrúar styrkjenda.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar