Fréttapistill | 01. des. 2023

Gleðilegan fullveldisdag

„Íslendingar! Hans hátign konungurinn hefir staðfest sambandslögin í gær og í dag ganga þau í gildi. … Gifta lands vors og konungs vors fylgi fána vorum.“ Þannig komst Sigurður Eggerz, settur forsætisráðherra, að orði 1. desember 1918, fyrir 105 árum.

Síðar um daginn skrifaði annar Íslendingur, verkakonan Elka Björnsdóttir, þetta í dagbók sína: „Ég er glöð yfir þessum degi [en] sumir eru tortryggnir. … Guð veit hvað nú er fram undan.“ Rúmum aldarfjórðungi síðar var lýðveldi stofnað á Íslandi og æðsta valdið í málefnum ríkisins komst varanlega til landsins.

Fullveldi þjóða er sígild auðlind í sífelldri þróun. Njótum dagsins, kæru landsmenn.

Í tilefni dagsins ræddi ég um fullveldi í sögulegu samhengi, þýðingu þess og merkingu að fornu og nýju, á Samstöðinni við Gunnar Smára og Sigurjón Egilssyni. Viðtalið má sjá hér og hér.

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 1. desember 2023.

  • Ljósmynd: María Kjartansdóttir (c)
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar