Gjafasafn embættis forseta Íslands

Forseta Íslands eru gefnar gjafir af ýmsu tagi og er meginreglan sú að litið er á þær sem gjöf til embættisins fremur en til þess einstaklings sem embættinu gegnir. Margar þessara gjafa eru hafðar til sýnis í Bessastaðastofu en ekki verður því við komið að sýna þær allar í einu. Hér má sjá nokkur sýnishorn úr þessu gjafasafni.

Sýnishorn úr gjafasafninu

Sænskur blómavasi

Gjöf frá Viktoríu, krónprinsessu Svíþjóðar, og Daníel manni hennar er þau heimsóttu Ísland árið 2014.

Japanskt ílát

Ílát frá Japan sem sendiherra Japans færði forseta er hann afhenti trúnaðarbréf sitt árið 2021.

Lærdómsrit Hins íslenska bókmenntafélags

Stjórn Hins íslenska bókmenntafélags færði bókasafni Bessastaða öll rit í ritröð félagsins, Lærdómsritunum, árið 2022.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar