Fréttapistill | 16. sep. 2023

Með þjóðhöfðingjum Norðurlanda

Við Eliza nutum þess heiðurs að sækja hátíðarhöld í Stokkhólmi í tilefni þess að Karl Gústaf XVI. hefur nú verið konungur í Svíþjóð í hálfa öld. Þjóðhöfðingjum ríkja á Norðurlöndum var boðið á viðburðinn og var gaman að hitta þá og fleiri gesti í sænsku konungshöllinni. Í ræðum undir borðum var meðal annars rakið hversu mikið sænskt samfélag hefur breyst í tíð Karls Gústafs en stuðningur við konungdæmið hafi þó sjaldan verið meiri. Einnig var vikið að mikilvægi norrænnar samvinnu og má taka undir það.

Fyrir hátíðarkvöldverðinn voru þessar fjölskyldumyndir teknar af okkur þjóðhöfðingjum Norðurlanda, ásamt mökum og ríkiörfum þar sem það á við. 🇮🇸 🇸🇪 🇩🇰 🇫🇮 🇳🇴

Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 16. september 2023.

  • Með konungshjónum Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs ásamt finnsku forsetahjónunum í sænsku konungshöllinni í tilefni 50 ára krýningarafmælis Karls Gústafs XVI. Ljósmynd: Ingemar Lindewall / Sænska konungshöllin
  • Þjóðhöfðingjar Norðurlanda saman í sænsku konungshöllinni. Ljósmynd: Ingemar Lindewall / Sænska konungshöllin
  • Með forsetahjónum Finnlands og konungshjónum Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs ásamt ríkisörfum í sænsku konungshöllinni í tilefni 50 ára krýningarafmælis Karls Gústafs XVI. Ljósmynd: Ingemar Lindewall / Sænska konungshöllin
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar