Fréttir | 07. maí 2024

Armenía

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Armeníu, Önnu Aghadjanian, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um sameiginlega þræði í sögu Íslands og Armeníu, til dæmis þær frásagnir að þrír armenskir (ermskir) biskupar hafi komið hingað til lands á elleftu öld. Þá var rætt um átök Armena og Asera á nýliðnum árum og formennsku Íslands í Evrópuráðinu þegar þau mál voru þar til umræðu. Einnig var vikið að þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi viðurkenni þjóðarmorð á Armenum á árum fyrri heimsstyrjaldar. Slík tillaga hefur verið lögð fram á þingi nokkur undanfarin ár.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar