Fréttir | 02. maí 2024

Hafvernd og Skjálfandi

Forseti flytur opnunarávarp á málþingi á Húsavík, Samtal um hafvernd, um hafvernd á Skjálfanda og um víða veröld. Samtök um verndun í og við Skjálfanda (SVÍVS) stóðu fyrir viðburðinum. Í máli sínu minntist forseti Harðar Sigurbjarnarsonar, frumkvöðuls og eldhuga í umhverfisvænni ferðaþjónustu og náttúruvernd. Hörður lést seint á síðasta ári fyrir aldur fram. Þá rakti forseti þær hættur og þann vanda sem steðjar að um heimsins höf, ekki síst aukna mengun, hlýnun og súrnun sjávar. Þá nefndi hann þá vá sem getur stafað af óheftum siglingum skemmtiferðaskipa og dró mál sitt saman í þessum lokaorðum: „Vandamálin sem mæta okkur í dagsins önn eru mismunandi. Sumt verður svo illa ráðið við. Þá þarf helst að búa yfir seiglu og þrjósku en sýna um leið æðruleysi og stillingu. Svo eru áskoranir þar sem lausnin liggur mest hjá okkur sjálfum. Þá dugar alveg að búa yfir almennri skynsemi þótt búhyggja og forsjálni skemmi ekki heldur fyrir.“ Ávarp forseta má lesa hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar