• Ljósmynd/Vibeke Toresen
  • Ljósmynd/Vibeke Toresen
  • Ljósmynd/Vibeke Toresen
Fréttir | 25. apr. 2024

Reykir og Mið-Fossar

Forseti sækir hátíðarsamkomur í tilefni sumardagsins fyrsta. Að Reykjum í Ölfusi afhenti forseti garðyrkjuverðlaun Garðyrkjuskólans og umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar. Bjarki Jónsson hjá Skógarafurðum ehf hlaut hvatningarverðlaun garðyrkjunnar, Gróðrarstöðin Kjarr var verðlaunuð sem verknámsstaður garðyrkjunnar og tók Helga Ragna Pálsdóttir garðyrkjufræðingur á móti þeim verðlaunum. Þá var Friðrik Baldursson, garðyrkjufræðingur og garðyrkjustjóri Kópavogs, sæmdur heiðursverðlaunum garðyrkjunnar. Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar voru veitt básaleigunni Verahvergi og Rósakaffi, sem hjónin Guðmundur Nielsen og Jóna Sigríður Gunnarsdóttir reka í hjarta bæjarins.

Leið forseta lá síðan að Mið-Fossum í Andakíl þar sem hestamiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands er til húsa. Þar sótti forseti Skeifudaginn, uppskeruhátíð nemenda, og afhenti Morgunblaðsskeifuna. Að þessu sinni hlaut Sunna Lind Sig­ur­jóns­dótt­ir frá Efstu-Grund und­ir Eyja­fjöll­um þau verðlaun.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar