Fréttir | 18. nóv. 2017

Lestur er lykill að ævintýrum

Forseti flytur opnunarávarp á ráðstefnunni Lestur er lykill að ævintýrum. Menntamálastofnun og Menntavísindasvið Háskóla Íslands standa að ráðstefnunni en til hennar er meðal annars boðað vegna þess að nú eru tvö ár liðin frá því að öll sveitarfélög landsins skrifuðu undir Þjóðarsáttmála um læsi og verkefni um það var ýtt úr vör. Í ávarpi sínu fór forseti yfir þróun lestrarkunnáttu í aldanna rás og mikilvægi þess að öll börn fái lestrarkennslu við hæfi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar