Fréttir | 10. okt. 2017

Sameinuðu arabísku furstadæmin

Forseti á fund með nýjum sendiherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna, Sulaiman Hamid Almazroui, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti ríkjanna á sviði jarðhitanýtingar og möguleika í þeim efnum. Þá var rætt um stöðu mála í Miðausturlöndum, vonir og horfur um frið og leiðir til að sporna við öfgum og ofstæki.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar