Fréttir | 13. sep. 2017

Sendiherra Grikklands

Forseti á fund með nýjum sendiherra Grikklands, frú Maria Diamanti, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um efnahagshorfur í Grikklandi og vonir um bjartari framtíð eftir ólgusjó síðustu ára. Einnig var rætt um flóttamannamál og afstöðu grískra stjórnvalda og stöðu alþjóðamála frá grískum sjónarhóli. Þá var rætt um möguleika á auknum samskiptum Íslendinga og Grikkja á sviði menningar, lista og viðskipta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar