Fréttir | 24. ágú. 2017

Nýr sendiherra Namibíu

Forseti á fund með nýjum sendiherra Namibíu, frú Morina Muuondjo, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um sögu þróunaraðstoðar í Namibíu og hlutdeild Íslendinga. Þá rakti sendiherrann hvernig tekist hefur að byggja upp réttarríki í landinu og virðingu fyrir leikreglum lýðræðis, eftir nýlenduok og átök.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar