Fréttir | 23. ágú. 2017

Samúðarkveðjur til Finna

Forseti sendir samúðarkveðjur til Sauli Niinistö, forseta Finnlands, vegna hryðjuverkaárásarinnar í Turku á föstudaginn var. Í bréfi sínu minnti forseti á hin traustu vinatengsl, sem ríkja milli Finna og Íslendinga, og nauðsyn þess að ríki heims standi saman í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum og þeirri ógn sem af þeim stafar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar