Fréttir | 21. júní 2017

Skátar

Forseti situr undirbúningsfund fyrir heimsmót skáta, World Scout Moot sem haldið verður á Íslandi í sumar. Forseti er í heiðursnefnd undirbúningsnefndar en skátar bera auðvitað hitann og þungann af undirbúningi mótsins. Um 5.000 manns munu sækja það, frá öllum heimsins hornum. Nánari upplýsingar um mótið má sjá hér.