Fréttir | 18. maí 2017

Lokadagur heimsóknar til Færeyja

Á lokadegi opinberrar heimsóknar forsetahjóna til Færeyja, 18. maí 2017, héldu þau til Klakksvíkur á Austurey með föruneyti sínu. Þar hittu þau bæjarstjórn og bæjarstjóra að máli, skoðuðu svo svonefnda Kristjánskirkju í bænum, sem prýdd er fresku eftir Joakim Skovgaard, og skoðuðu safn sögulegra trélistaverka eftir Edward Fuglö sem listamaðurinn kynnti sjálfur. Þá tók við heimsókn í ungt fyrirtæki, Look North, þar sem framleiddir eru hlutir úr frauðplasti og öðru plasti með mjög tæknilegum búnaði en í kjölfarið bauð bæjarstjórn Klakksvíkur forsetahjónum til hádegisverðar. Heimsókninni til Klakksvíkur lauk þar með en við tók heimsókn í laxeldisstöðina Bakkafrost í Runavík sem nú er öflugasta fyrirtæki Færeyinga og framleiðir lax fyrir neytendur um víða veröld með mjög arðbærum hætti.
Forsetahjónin héldu svo sjóleiðina til Þórshafnar með strandgæsluskipinu Brimil en í Þórshöfn bauð forseti til móttöku í Norðurlandahúsinu til heiðurs færeyska lögmanninum Aksel V. Johannesen og Katrínu D Apol konu hans.

Ávarp forseta í hádegisverði bæjarstjórnar Klakksvíkur á íslensku, færeysku og dönsku.

Ávarp forseta í móttöku til heiðurs lögmanni Færeyja á íslensku, færeysku og dönsku.

 Myndasafn: Heimsókn til Færeyja, 18. maí 2017.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar