Fréttir | 06. apr. 2017

Þingforseti Austurríkis

Forseti Íslands á fund með Doris Bures, forseta austurríska þjóðþingsins, sem er stödd hér á landi ásamt föruneyti og ræðir m.a. við Unni Brá Konráðsdóttur þingforseta og Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. Á fundinum á Bessastöðum var fjallað um samskipti Íslands og Austurríkis á ýmsum sviðum og einnig stöðu mála á alþjóðavettvangi, Brexit og framtíð Evrópusambandsins, málefni innflytjenda, Úkraínudeiluna og átökin skelfilegu í Sýrlandi.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar