Fréttir | 09. mars 2017

Skiptinemar

Forsetahjónin taka á móti erlendum skiptinemum á vegum AFS-samtakanna á Íslandi. Nemarnir hafa dvalist hér í níu mánuði en eiga þrjá eftir. Þeir búa hjá fjölskyldum víða um land, í öllum fjórðungum, og bera Íslendingum vel söguna. Þeir sem vilja verða reynslunni ríkari og bjóða skiptinema á heimili sitt eru hvattir til að hafa samband við AFS á Íslandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar