Fréttir | 24. maí 2017

Söfn og listasmiðjur á Ísafirði

Forsetafrú kom við á safninu Neðstakaupstað þar sem Jón Sigurpálsson og Helga Þórsdóttir kynntu sýningu sem verið er að setja upp um verkalýðshetjuna Karítas Skarphéðinsdóttur. Forsetafrú heimsótti einnig Edinborgarhúsið og kynnti sér starfsemi menningarmiðstöðvarinnar þar, Gallerí Úthverfu og listasmiðjuna Kol og salt. Þar hitti hún m.a. kanadíska fjöllistamenn sem dvelja nú í gestavinnustofunni. Loks heimsótti forsetafrú Safnahúsið (gamla sjúkrahúsið) sem hýsir nú bóka- og skjalasafn Ísafjarðar auk ljósmynda- og listasafns.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar