Fréttir | 21. feb. 2017

Miðstöð slysavarna barna

Herdís Storgaard, verkefnisstjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, tók á móti forsetafrú og kynnti starfsemina.

Á Miðstöð slysavarna barna er rekið öflugt verkefni um slysavarnir barna. Þangað er öllum nýbökuðum foreldrum boðin fræðsla um hvernig þau geta tryggt öryggi barna sinna. Sú fræðsla er þeim að kostnaðarlausu. Einnig er rekin öflug ráðgjafaþjónusta fyrir foreldra og aðra sem sinna börnum, svo sem leikskólastafsmenn og fleiri.
Verkefnið hefur veitt opinberum stjórnvöldum aðhald og stuðlað að bættu öryggi barna. Árangur verkefnisins, sem hófst árið 1991, er mikill og hefur vakið athygli um allan heim og hafa einstaklingar frá 22 þjóðlöndum komið að kynna sér þess stafsemi og komast færri að en vilja.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar