Fréttir | 08. feb. 2017

Bókmenntaverðlaun

Forseti Íslands afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Í flokki fræðirita og rita almenns efnis hlaut verðlaunin bókin Raddir norðursins eftir Ragnar Axelsson. Í flokki barna- og ungmennabóka var það Vetrarhörkur eftir Hildi Knútsdóttur en í flokki fagurbókmennta Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur. Söngkonan Lay Low flutti lög og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda flutti ávarp auk forseta og tveggja verðlaunahafa og fulltrúa þess þriðja. Athöfnin var send út beint í ríkissjónvarpinu. Ávarp forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar