Fréttir | 05. feb. 2017

Reykjavíkurleikarnir

Forseti Íslands afhendir keppendum á Reykjavíkurleikunum verðlaun. Forseti og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur, afhentu þeirri konu og þeim karli sem sköruðu fram úr í sinni íþrótt viðurkenningu fyrir árangurinn. Forseti flutti jafnframt stutt ávarp, hvatti iðkendur til frekari dáða og þakkaði skipuleggjendum, þjálfurum og öðrum sem að leikunum komu fyrir þeirra mikla þátt í að þeir heppnuðust eins vel og raun bar vitni. Reykjavíkurleikarnir voru haldnir í tíunda sinn í ár. Á þeim kepptu í fjölda íþróttagreina um 2.000 Íslendingar og yfir 500 keppendur að utan.
Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar