• Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
Fréttir | 22. sep. 2023

EVE Fanfest

Forseti flytur ávarp á opnunarathöfn EVE Fanfest hátíðarinnar sem haldin er í Laugardalshöll um þessar mundir. Í ár eru liðnir tveir áratugir síðan íslenska nýsköpunarfyrirtækið CCP skapaði leikjaheiminn EVE Online sem rúmlega 20 milljónir manna um allan heim hafa spilað í áranna rás. Hátíðina í Laugardalshöll sækja um 2000 frá öllum heimshornum, þeirra á meðal spilarar leiksins en einnig starfsfólk í tækni- og tölvuleikjageiranum auk erlends fjölmiðlafólks.

Í ávarpi sínu fagnaði forseti því að CCP og önnur fyrirtæki skapa atvinnu hér á landi með gerð tölvuleikja. Þá nefndi hann að í gerviveröld þeirra mætti og ætti að berjast til síðasta manns en síðan væri hátíð af þessu tagi frábær leið til að styrkja og mynda vinabönd. Þar að auki ætti ekki að hrapa að þeirri ályktun að ofbeldi í tölvuleik leiði sjálfkrafa til eins hegðunar í raunheimum. Loks hvatti forseti gestina að utan til að kynna sér íslenskan menningararf og vitnaði í frásögn Eglu af því þegar Egill Skallagrímsson missir stjórn á skapi sínu eftir knattleik, barn að aldri, ræðst að mótherja sínum og „rak öxina í höfuð honum, svo að þegar stóð í heila“.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar