• Forseti ávarpar 30 ára afmæli Átaks.
  • Haukur Guðmundsson, formaður Átaks, ásamt forseta á 30 áraafmælishátíð félagsins.
Fréttir | 22. sep. 2023

Átak 30 ára

Forseti flytur ávarp á afmælishátíð Átaks, félags fólks með þroskahömlun, sem haldin var í Garðabæ. Átak var stofnað árið 1983 og fagnar því 30 ára afmæli um þessar mundir. Markmið félagsins er að efla fólk með þroskahömlun til að hafa áhrif á eigin líf, berjast fyrir réttindum fólks með þroskahömlun og vekja athygli á málefnum sem tengjast fólki með þroskahömlun.

Í ávarpi sínu nefndi forseti meðal annars að gæði samfélaga mætti meta á marga vegu, til dæmis með landsframleiðslu eða fjölda vísindamanna, listamanna og íþróttamanna sem skara fram úr alþjóðavettvangi. Réttara væri þó jafnvel að fara eftir því hversu vel þeim er hjálpað sem þurfa dálitla aðstoð til að sýna hvað í þeim býr þrátt fyrir ýmsar áskoranir, sjálfum sér og samfélaginu öllu til heilla. Í þeim efnum hefði Átak gegnt mikilvægu hlutverki í 30 ár, veitt aðhald og bent á það sem betur má fara.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar