Fréttir | 20. sep. 2023

Forseti Möltuþings

Forseti tekur á móti Dr. Angelo Farrugia, forseta þjóðþings Möltu, og þingmönnunum Alison Zerafa Civelli og Robert Cutajar. Sendinefndin er í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis, dagana 19.-20. september. Rætt var um sameiginlega hagsmuni Íslands og Möltu sem eyríkja, varðveislu sögunnar, stafræna væðingu smárra tungumála og um vöxt ferðaþjónustu í báðum löndum.

Auk þess að heimsækja Bessastaði átti sendinefndin fundi með utanríkismálanefnd Alþingis og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar