• Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, afhendir forseta og Tønnes Svanes, sendifulltrúa Norska sendiráðsins, eintak af bókinni Frændur fagna skógi eftir Óskar Guðmundsson.
  • Forseti heldur ávarp við setningu ársfundar Skógræktarfélags Íslands á Patreksfirði.
  • Forseti heldur ávarp við setningu ársfundar Skógræktarfélags Íslands á Patreksfirði.
  • Forseti ræðir við erlenda sjálfboðaliða sem vinna að gróðursetningum og umhirðu skóga víða um land fyrir tilstilli European Solidarity Corps, í gegnum Erasmus+ áætlunina. Frá vinstri Mario Sainz (Spáni), Carolina Román Blanca (Spáni), Lila Waschnig (Austurríki), Narfi Hjartarson umsjónarmaður verkefnisins, Marta Pascual (Spáni), Nestor Diest Bolanos (Spáni) og Matteo Persico (Ítalíu).
Fréttir | 01. sep. 2023

Skógræktarfélag Íslands

Forseti heldur setningarávarp á ársfundi Skógræktarfélags Íslands, sem fram fer á Patreksfirði dagana 1.-3. september. Sameiginlegir gestgjafar fundarins eru Skógræktarfélag Bíldudals, Skógræktarfélag Patreksfjarðar og Skógræktarfélag Tálknafjarðar. Í máli sínu ræddi forseti meðal annars trjárækt og endurheimt votlendis til kolefnisbindingar við Bessastaði. Þá óskaði hann Skógræktarfélaginu gæfu og góðs gengis í öllum störfum þess í þágu lands og þjóðar. Ávarp forseta má lesa hér.

Á fundinum afhenti Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, forseta og Tønnes Svanes, sendifulltrúa Norska sendiráðsins, eintak af bókinni Frændur fagna skógi eftir Óskar Guðmundsson. Bókin fjallar um samskipti þjóðanna í skógarmálum og kemur hún út bæði á íslensku og norsku.

Forseti ræddi á einnig við sjálfboðaliða Skógræktarfélags Íslands sem koma hingað til lands fyrir tilstilli European Solidarity Corps sem aftur er hluti af Erasmus+ áætluninni. Sjálfboðaliðarnir dvelja flestir hér á landi í fimm mánuði og vinna að gróðursetningum og umhirðu skóga víða um land á meðan þeir eru hér.

Loks sat forseti hátíðarkvöldverð Skógræktarfélagsins. Þar var Magnús Gunnarsson, fyrrverandi formaður Skógræktarfélags Íslands, kjörinn heiðursfélagi þess og færði forseti honum gullmerki félagsins.

Myndasafn frá ferð forseta um sunnanverða Vestfirði.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar