Norðurþing 18. okt. 2017
Frá opinberri heimsókn í Norðurþing 18.-19.10. 2017.
-
Forsetahjón hlusta á samsöng í Borgarhólsskóla. -
Krakkar í Borgarhólsskóla sýna að þau eru mörg hver klædd í skræpótta sokka, forseta til heiðurs. -
Forseti og frú Eliza þiggja gjöf frá nemendum í Borgarhólsskóla. -
Forsetahjón ásamt Páli Ólafssyni, grænmetisbónda á Hveravöllum í Reykjahverfi. -
Fjölskyldan á Hveravöllum kveður forsetahjón í bæjarhlaðinu. -
Forseti bregður á leik með börnum í leikskólanum Grænuvöllum. -
Samkoma í leikskólanum Grænuvöllum á Húsavík. -
Niðurstöður frá hugarflugsfundi krakkanna á Grænuvöllum um forseta Íslands. -
Forsetahjón heilsa upp á Huldu Þórhallsdóttur í Árholti og Kristbjörgu dóttur hennar. -
Herdís Þ. Sigurðardóttir skólameistari ávarpar forsetahjón, nemendur og aðra gesti á sal Framhaldsskólans. -
Forseti ávarpar gesti dvalar- og hjúkrunarheimilisins Hvamms á Húsavík. -
Rætt við aldraða Húsvíkinga í Hvammi. -
Forseti blandar geði við eldri borgara í Hvammi. -
Sif Jóhannesdóttir tekur á móti forsetahjónum í Safnahúsinu á Húsavík. -
Komið við hjá Snorra Guðjóni Sigurðssyni héraðsskjalaverði. -
Sighvatur Karlsson sóknarprestur fræðir gestina um Húsavíkurkirkju og muni í hennar eigu. -
Ungmenni taka lagið í Tónsmiðjunni, frístundaaðstöðu við höfnina. -
Málstofa haldin í Hvalasafninu um tækifæri og áskoranir í ferðaþjónustu í Norðurþingi. -
Innlit í Könnunarsögusafnið - forseti ræðir við Örlyg Hnefil Örlygsson, forseta sveitarstjórnar, sem rekur safnið. -
Forseti flytur hátíðarræðu í íþróttahúsinu á Húsavík.