Fréttir | 21. mars 2019

Downs-dagurinn

Forseti flytur örávarp á samkomu Downs-félagsins í tilefni af alþjóðlega Downs-deginum. Viðburðurinn var að þessu sinni í húsakynnum íþróttafélagsins Þróttar í Reykjavík. Árið 2011 lýstu Sameinuðu þjóðirnar því formlega yfir að 21. mars væri alþjóðadagur Downs-heilkennis. Ár hvert er sá dagur notaður til að auka þekkingu og vitund um Downs-heilkennið og mikilvægi fjölbreytni, umburðarlyndis og samkenndar í samfélaginu. Dagsetningin er táknræn að því leyti að vísað er til þess að Downs-heilkenni orsakast af því að þá hefur fólk þrjú eintök af litningi 21 í stað tveggja; 21.3.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar