Fréttir | 10. jan. 2019

Styrkir og verðlaun á Suðurlandi

Forseti afhendir styrki úr Vísinda- og rannsóknasjóði Suðurlands. Í ár fékk Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir styrk fyrir doktorsverkefni sitt, Eyjafjallajökulsgos 2010 - áhrif á íbúa og enduruppbygging samfélaga, og Ástrós Rún Sigurðardóttir vegna mastersverkefnisins Þáttur félags- og menningarauðs í námi og menntun barna með fjölmenningarlegan bakgrunn. Þá afhenti forseti Menntaverðlaun Suðurlands og féllu þau að þessu sinni í hlut kórs Menntaskólans á Laugarvatni og stjórnanda hans. Um tveir þriðju allra nemenda skólans eru í kórnum, undir dyggri stjórn Eyrúnar Jónasdóttur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar