Fréttir | 15. feb. 2018

Jafnréttisstofnun Evrópusambandsins

Forseti heimsækir Jafnréttisstofnun Evrópusambandsins, EIGE í Vilníus. Forseti ræddi um kynjajafnrétti og jafnréttismál við stjórnendur og starfsfólk stofnunarinnar. Gestgjafarnir lofuðu stöðu mála á Íslandi og rætt var um leiðir að auknum árangri um víða veröld á þessum vettvangi.

Einnig var nefnt að í júní verður haldin rakarastofuráðstefna í Vilníus. Síðastliðin þrjú ár hafa íslensk stjórnvöld staðið að viðburðum af því tagi sem er ætlað að stuðla að aukinni þátttöku karla og drengja í jafnréttisstarfi, breyttum viðhorfum til kynjajafnréttis og staðalímynda kynjanna. Hafa nú hátt í 2000 manns sótt ráðstefnurnar, þar af um helmingur karlar. Árið 2017 voru m.a. skipulagðar rakarastofuráðstefnur á vettvangi Eystrasaltsráðsins, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, Sameinuðu þjóðanna í Genf og New York og Norrænu ráðherranefndarinnar. Þá var þess getið að í ársbyrjun tók forseti Íslands við sem sérstakur málsvari HeForShe-átaks UN Women.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar