Fréttir | 06. nóv. 2018

Sendiherra Pakistans

Forseti tekur á móti sendiherra Pakistans, Zaheer Pervaiz Khan, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um jarðhita í Pakistan og mögulegt samstarf við íslensk fyrirtæki um nýtingu hans. Þá var fjallað um sambúð ólíkra trúarhópa í landinu og áskoranir í þeim efnum. Einnig var rætt um sögu Pakistans og grannríkja, arfleifð nýlendustefnunnar og framtíðarhorfur í heimshlutanum.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar