Fréttir | 05. nóv. 2018

Forsetafrú á ferðakaupstefnu

Eliza Reid forsetafrú talar um stöðu kvenna og ferðaþjónustu á ráðstefnu á World Travel Market ferðakaupstefnunni í London sem stendur dagana 5.-7. nóvember. World Travel Market er ein mikilvægasta ferðakaupstefna í heimi fyrir íslenska ferðaþjónustu og yfir 50.000 fagaðilar sækja kaupstefnuna. 

Íslandsstofa skipuleggur þátttöku íslenskra fyrirtækja á ráðstefnunni. Sjá nánar frétt Íslandsstofu um viðburðinn.

Forsetafrú á einnig fund með Jaime Antonio Cabal Sanclemente, aðstoðarframkvæmdastjóra Ferðamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNWTO). 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar