Fréttir | 12. okt. 2018

Mýrin

Forsetahjón taka á móti gestum Mýrinnar, alþjóðlegrar barnabókmenntahátíðar í Reykjavík. Hátíðina, sem nú er haldin í níunda sinn, sækja innlendir og erlendir höfundar barnabóka auk annarra sem koma að útgáfu bóka fyrir börn og ungmenni. Þema viðburðarins í ár var Norðrið.