Fréttir | 21. sep. 2018

Fjármögnun sjálfbærnimarkmiða

Eliza Reid forsetafrú ávarpaði í dag ráðstefnu um fjármögnun sjálfbærnimarkmiða Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í höfuðstöðvum samtakanna í New York. Jafnrétti kynjanna er eitt af meginþemum fundarins og fjallaði Eliza um árangur Íslendinga á því sviði en minnti einnig á að baráttunni er hvergi nærri lokið. Síðar í dag tekur hún þátt í pallborðsumræðum um efni ráðstefnunnar. Ræða forsetafrúar.

 

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar