Fréttir | 15. sep. 2018

Landsbókasafnið

Forseti tekur á móti félögum í Hlöðveri, starfsmannafélagi Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Safnið fagnar í ár 200 ára afmæli. Fyrsti vísir íslensks þjóðbókasafns varð til árið 1818 að tillögu danska fornfræðingsins Carls Christians Rafns. Í upphafi nefndist safnið Stiftsbókasafnið en árið 1881 hlaut það nafnið Landsbókasafn Íslands. Háskólabókasafnið var formlega stofnað árið 1940 og fullveldisdaginn 1994 var nýtt sameinað bókasafn, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, opnað við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar