Fréttir | 10. sep. 2018

Sendiherra Finnlands

Forseti á fund með nýjum sendiherra Finnlands, Ann-Sofie Stude, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um farsæl samskipti ríkjanna í bráð og lengd og samstarf á alþjóðavettvangi, einkum í málefnum norðurslóða. Þá var rætt um leiðir til að auka viðskipti og önnur samskipti milli Finna og Íslendinga. Að fundi loknum var boðið til móttöku á Bessastöðum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar