Fréttir | 21. ágú. 2018

Ágústínusarreglan

Forseti á fund með tveimur fulltrúum klausturs Heilags Ágústínusar í Klosterneuburg í Austurríki, íslenska munknum Dom Wilhelm Hjálmari Blöndal Guðjónssyni og yfirmanni hans, séra Alberti Maczka Can. Reg. Meðal annars var rætt um málflutning og atbeina Frans páfa í umhverfismálum auk nýlegrar yfirlýsingar hans um kynferðisglæpi innan kaþólsku kirkjunnar. Þá var rætt um hugsanlegar heimildir um sögu Íslands í skjalasöfnum kirkjunnar og líknarstarfsemi Ágústínusarreglunnar víða um heim.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar