Fréttir | 03. júlí 2018

Varaforseti kínverska ráðgjafaþingsins

Forseti á fund með Zhang Qingli, varaforseta kínverska ráðgjafaþingsins (CPPCC), og föruneyti hans. Á fundinum var rætt um nytsamleg samskipti Kínverja og Íslendinga til margra áratuga og samstarf m.a. á sviði jarðhitanýtingar og viðskipta. Þá sagði varaforsetinn frá ráðgjafaþinginu og hlutverki þess í þjóðskipulagi Kínverja. Fram kom í máli Zhangs að landslið Íslands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu ætti sér marga aðdáendur í Kína.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar