Fréttir | 17. júní 2018

Íslendingasögur

Forseti tekur á móti nýrri útgáfu Íslendingasagna við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu, en útgáfan er hluti af aldarafmæli fullveldis. Sögunar eru nú gefnar út í glæsilegu fimm binda safni, með ítarlegum inngangsköflum og skýringum. Við útgáfuna er stuðst eftir föngum við nýjustu rannsóknir og greiningar á þessum mikla sagnaarfi Íslendinga en ritstjórar eru Aðalsteinn Eyþórsson, Bragi Halldórsson, Jón Torfason, Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson. Útgefandi er Saga forlag. Forseti og Vigdís Finnbogadóttir, verndari útgáfunnar, tóku við fyrstu eintökum verksins í þinghúsinu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar